top of page

Um stofuna



Vilhjálmur er móderniskur arkitekt sem kemur frá námi fyrir rúmum fimmtíu árum á miklum umbrota- og uppbyggingar tímum í íslenskri byggingasögu. Hann hefur komið að hönnun margra lykilbygginga í gegnum tíðina og er enn í fullu starfi rúmlega áttatíu ára gamall.


Vilhjálmur hefur starfað sem arkitekt í Reykjavík frá árinu 1964 og stofnaði Teiknistofuna Óðinstorg 1965 ásamt Helga Hjálmarssyni arkitekt og Vífli Oddssyni verkfræðingi.

Vilhjálmur hefur komið að hönnun margra þekkta bygginga auk þess sem hann hefur sérhæft sig í viðhaldi gamalla bygginga og viðbygginga. Verkin eru margskonar: Opinberar byggingar, íbúðir, Iðnaðar og verslunarbyggingar, Íþróttamannvirki, samkeppnir, tilraunir ofl.


Af fjölda bygginga má nefna; Útvarpshúsið í Efstaleiti, hús Öryrkjabandalags Íslands við Hátún, Sólborg á Akureyri, Vonarland á Egilsstöðum, Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, glerskáli við Tjarnarbíó við Tjarnargötu og Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar.Í upphafi


Leið þriggja skólafélaga úr Menntaskólanum á Akreyri, hver úr sínum árgangi, lá saman eftir framhaldsnám erlendis. Helgi (f. 1936) nam byggingarlist í Stuttgart í Þyskalandi, Vífill (f.1937) nam byggingarverkfræði í Kaupmannahöfn í Danmörku og ég (f. 1938) nam byggingarlist í Edinborg í Skotlandi.

Teiknistofan Óðinstorgi

Við stofnuðum sama Teiknistofuna Óðinstorgi sf árið 1965. Teiknistofan hefur alla tíð verið við Óðinstorg og er enn árið 2021. Fyrsta árið starfaði ég einn á teiknistofunni en þá starfaði Helgi hjá Húsameistara ríkisins og Vífill hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddson. Verkefnin hrúguðust upp frá fyrsta degi en Helgi og Vífill unnu á kvöldin og um helgar. Ég átti oft í miklu basli með að svara krefjandi spurnngum byggingarmanna, því ekki mátti ég trufla þá í sinni föstu vinnu.


Eftir að þeir félagarnir hófu fulla vinnu á teiknistofunni fór allt á fullan skrið. Fjölbreytt verkefni tóku nú við og kom fljótt að því að við jukum við mannskap. Uppbyggng í Fossvogi var komin á skrið og við teiknuðun fjölda húsa þar; einbýlishús, raðhús og blokkir næst Bústaðavegi, einnig fjölbýlishús ÖBÍ við Hátún 10.


Minnisstætt er þegar tveir vaskir menn komu og báðu okkur að teikna ráðhús. Ég kváði við og spurði hvort þeir meintu ekki raðhús, alls ekki heldur Ráðhús með flísum. Hér voru á ferð Bolvíkingar. Þetta var fyrsta opinbera byggingin sem við teiknuðum. Þá vorum við fengnir til að vinna með Herði Bjarnasyni Húsameistara ríkisins á hönnun Útvarpshússins, sem þróaðist á þann veð að við tókum við því verki að fullu. Þannig voru þessir tímar, fullt að gera og jafnframt því tókum við þatt í fjölda samkeppna, oft með góðum árangri.


Dennis, Bjössi, Helgi og Vilhjálmur ræða málin

Samstarfsmenn

Dennis Jóhannesson starfaði með okkur 1973-1985, frábær arkitekt.og tók þátt í mörgum samkeppnum með okkur. Björn Helgason byggingafræðingur og snillingur, hóf störf hjá okkur 1980-2005 og áfram með Helga enn í dag. Jens P. Aspin norskur arkitekt vann með okkur árið 1967. Finnur P. Fróðason vann um árabil við innréttingahönnun. Jóhannes S Kjarval arkitekt í eitt ár 1975. Margrét Harðaddóttir arkitekt á námsárunim í sumarvinna á árunum 1979-1982 og 1984-1986. Fjöldi starfsmanna á þessum tíma var 6-8manns þó ekki sé allra getið. Alla tíð var Vífill okkar nánasti samstarfsmaður er varðaði verkfræðihluta hönnunarinnar og kostnaðar áætlunargerð. Samstarfsmaður hans Kristján S. Guðmundsson verkfræðingur var og er einn besti samstarfsmaður sem hugsast getur. Þegar tölvurnar komu til sögunnar um 1990 varð breyting á og við bræður fórum að vinna meir hvor með sitt verkefni, sem síðan hefur haldist svo. Oft tókumst við hart á um lausnir, báðir fastir á sinni meiningu. Sennilega var það léttir fyrir okkur báða.


Eftir 40 ára samstarf, árið 2005,skiptum við teiknistofunni upp, hver með sína séreign. Helgi og Vífill á 2. hæð og ég á 3. hæð.


Enn sitjum við hver á sínum stað á þorra árið 2021.


bottom of page